• Óáfengt

    Fyrir óáfengan lífstílinn

    Fyrir meðgönguna

    Fyrir taumlausa gleði

  • Einfalt

    Áfengislaus

    Fáar kaloríur

    Engin þynnka

  • Bragðgott

    Einstakir tónar einibersins ásamt sæta sítrusbragðinu gefa Glacier Léttgininu einstakan bragðprófíl.

GLACIER LÉTTGIN

Glacier Léttgin er með ríkjandi einiberjabragði ásamt ljúfum sítrustónum og bragðast eins og gin.

Drykkurinn er samansettur úr náttúrulegum hráefnum eins og einiberjum, kóríanderfræjum, chili, engifer og sítrónu sem gefa drykknum bragð og karakter sem líkir eftir gini. Léttginið er hinn fullkomni grunnur til að blanda óáfengt gin og tónik eða ljúffenga kokteila.

  • Áfengislaus (<0.5%)
  • Sykurlaus
  • Mjög fáar kaloríur (6 kcal / 100 ml)
  • Laus við alla þynnku
KAUPA

Af hverju óáfengt sterkvín?

Við vildum búa til raunverulegan kost fyrir fólk sem vill gera sér glaðan dag án þess að drekka áfengi. Léttgin er fyrir þau sem eru orðin þreytt á því að mæta afgangi í félagslegum aðstæðum þar sem áfengi er við hönd.

Óáfengt sterkvín hefur þann eiginleika að hægt er að blanda alla helstu kokteila án þess að notast við áfengi og nær fólk þannig að vera fullgildur þátttakandi í stemningunni.

Glacier Spirits er fyrsta íslenska óáfenga sterkvínið.

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvernig blanda ég Léttgin?

Þú blandar léttgin eins og þú blandar vejulega áfenga kokteila. Þú notar léttgin í staðinn fyrir áfenga hráefnið og útkoman er ljúffengur óáfengur kokteill.

Af hverju er <0,05% alkóhól í Léttgini?

Til þess að framleiða óáfengt sterkvín þarf að eima lykil hráefnin með etanóli til að ná hverju bragði. Í kjölfarið er eimaða varan áfengishreinsuð til að fá áfengislausan vökva.

Til þess að gera það er vökvinn hitaður upp fyrir uppgufunarmark etanóls þannig að það gufar burt og eftir stendur bragðið. 

<0,5% áfengi er svipað magn og í öðrum mat sem við neytum án þess að telja þá áfenga. Til dæmis appelsínusafa, jógúrt og fleiri almennar neysluvörur sem við teljum óáfeng þar sem áfengismagnið er svo lítið að það hefur ekkert að segja.

Finn ég fyrir áhrifum ef ég drekk Léttgin?

Nei þú finnur ekki fyrir áhrifum áfengis enda er það svipað að styrk og kombucha eða appelsínusafi.

Er Léttgin öruggt fyrir meðgöngu?

Það er fullkomnlega öruggt nema þú drekkir marga lítra af Léttgin í einu.