HVAÐ ER LÉTTGIN?
Glacier Léttgin er óáfengur drykkur með ríkjandi einiberjabragði ásamt ljúfu sítrusbragði.
Hvað er í Glacier Léttgini?
Drykkurinn er samansettur úr náttúrulegum hráefnum eins og einiberjum, kóríanderfræjum, chili, engifer og sítrónu sem gefa drykknum bragð og karakter sem líkir eftir gini.
Hvernig er óáfengt sterkvín búið til?
Til þess að framleiða óáfengt sterkvín þarf að eima lykil hráefnin með etanóli til að ná hverju bragði. Í kjölfarið er eimaða varan áfengishreinsuð til að fá áfengislausan vökva.
Til þess að gera það er vökvinn hitaður upp fyrir uppgufunarmark etanóls þannig að það gufar burt og eftir stendur bragðið.
Þarf ég að hafa áhyggjur af <0,05% alkóhóli í Léttgininu?
Nei.
Léttginið er fullkomlega öruggt á meðgöngu og þá sem kjósa óáfengan lífstíl.
<0,5% áfengi er svipað magn og í öðrum mat sem við neytum án þess að telja þá áfenga. Til dæmis appelsínusafa, jógúrt og fleiri almennar neysluvörur sem við teljum óáfeng þar sem áfengismagnið er svo lítið að það hefur ekkert að segja.